Refsiaðgerðir gagnvart Bretlandi

Höfum við Íslendingar einhverja þörf fyrir bresk viðskipti?

Er ekki tímabært að loka á öll viðskipti við England eftir þessa útreið sem við höfum fengið þar?

Held að það hljóti að vera tiltölulega einfalt mál að sniðganga allt breskt þangað til þessi Brown og Darling eru farnir og við höfum fengið opinbera afsökun frá þessarri "herraþjóð".

Geri mér reyndar grein fyrir að nákvæmlega núna væri þeim líklega léttir í því, en ef við beindum flugvélum okkar annað, sniðgöngum enskar vörur, lokum á allt breskt sjónvarpsefni, seljum fiskinn okkar annað, sjáum til þess að álið sem er framleitt hér fari ekki þangað osfrv.

Látum þessa glæpamenn (Brown og Darling) ekki komast upp með að sparka í okkur liggjandi án þess að svara fyrir okkur á þann hátt sem við getum.


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband